Gönguskíðaævintýri

Gönguskíðaævintýri

með Auði Ebenezers

og Óskari Jakobs

til Szklarska Poreba í Póllandi 8.-15. mars

Útivistarhópurinn Njóta eða Þjóta / Fox Trail í samvinnu við ferðaskrifstofuna Visit Travel Iceland ehf kynnir þennan áhugaverða áfangastað sem uppfyllir allar okkar kröfur um aðstöðu til skíðaiðkunnar ásamt frábærri hótelaðstöðu á verði sem ekki hefur áður þekkst. Við gistum í 40 -60 m2 íbúðum sem eru m.a. allar innréttaðar með gufubaði.
Gönguskíðanámskeið alla daga með tveimur af okkar reyndustu þjálfurum. Gist verður á Platinum Mountain Resort and Spa, 5* hóteli sem staðsett er við Karkonosze þjóðgarðinn í Suður-Póllandi. Umhverfið er kjörlendi gönguskíðafólks og reglulega eru haldin alþjóðleg mót á svæðinu. Njóta eða Þjóta hópurinn hefur tekið ástfóstri við hótelið og ævintýraljómann í þjóðgarðinum, þar sem hópurinn hefur undanfarin ár leikið sér á fjallahjólum. Vefsíðu hótelsins er vert að skoða: www.platinum-mountain.pl/en

með Auði

og Óskari

8.-15. mars 2022 til Karkonosze í Póllandi

Gönguskíðaferð með tveimur af okkar reyndustu þjálfurum. Gist verður á Mountain Platinum Resort and Spa, 5* gæða hóteli sem staðsett er við Karkonosze þjóðgarðinn í Suður-Póllandi. Umhverfið er kjörlendi gönguskíðafólks og kemur því engum á óvart að reglulega eru haldin alþjóðleg mót á svæðinu. Njóta eða Þjóta hópurinn hefur sl. 2 ár dvalið á hótelinu og leikið sér á fjallahjólum í þjóðgarðinum og vill hópurinn nú hvergi annarsstaðar vera!

Um okkur

Á bak við  Fox Trail / “fair trail  stendur hópur eintaklinga sem hafa verið hvað virkastir í Njóta eða Þjóta hópnum ásamt útivistaversluninni GG Sport.  Við störfum í nánu samstarfi við Visit Travel Iceland ehf., sem hefur leyfi Ferðamálastofu til reksturs ferðaskrifstofu. Við eigum það sameiginlegt að vilja helst vera á fjöllum  “ Óbyggðirnar kalla” og vitum við sjaldnast hvort eða hvernig eða þá hvenær við komum heim !  Ástríða okkar hefur fá takmörk þegar á fjöll er komið en best líkar okkur að setja fjallaskíðin á okkur, stíga á fjallahjólið eða njóta útivistar á gönguskíðum. Enginn þarf að velkjast í vafa um heilnæmi útivistar. Við vitum að óspillt náttúra er drifkraftur fyrir okkur öll.  Víðátta og kyrrð skiptir okku miklu máli, þar hlöðum við batteríin, fáum frábærar hugmyndir og komum endurnærð til byggða. Við höfum ásett okkur að láta til okkar taka í umhverfismálum.  Við munum m.a. kolefnisjafna allar okkar ferðir og til að auðvelda okkur það markmið þá munum við leita til skógræktarfélagana hér á höfuðborgarsvæðinu um samstarf. Bráðnun jökla er okkur hjartans mál ( hefur litið með eigingirni að gera  ☺ ) og erum við með í undirbúningi að halda heimsviðburð á Snæfellsjökli.  Áhugasamir geta kynnt sér hugmyndina hér  https://www.facebook.com/alltfyrirnatturuna     Allir sem vilja leggja okkur lið eru endilega beðnir um að senda okkur línu á info@foxtrail.com Við höfum sett okkur það markmið að bjóða uppá ógleymanlegar ferðir                á betri verðum en gengur og gerist.

Karkonosze þjóðgarðurinn

Karkonosze Þjóðgarðurinn er draumastaður hvorttveggja fjallahjóla- og gönguskíðafólks. Hér skiptast á misháar hlíðar og undirlendi sem hentar vel fyrir þessar tvær íþróttagreinar. 

Previous
Next
Previous
Next

Hótelið

Platinum – Mountain Hotel & Spa er stórglæsilegt hótel þar sem fer einstaklega vel um alla gesti. Morgunverðarborðið svignar undan kræsingum þar sem finna má allt sem nokkrum gæti dottið í hug að fá sér í morgunmat. Vistarverur stærri og rúmbetri en við eigum að venjast og öll aðstaða til fyrirmyndar. Sjón er sögu ríkari : https://platinum-mountain.pl/en/

Um okkur

Á bak við Fox Trail / “fair trail” stendur hópur eintaklinga sem hafa verið hvað virkastir í Njóta eða Þjóta hópnum ásamt útivistaversluninni GG Sport. Við störfum í nánu samstarfi við Visit Travel Iceland ehf., sem hefur leyfi Ferðamálastofu til reksturs ferðaskrifstofu.
Previous
Next

Skráning/fyrirspurnir

Scroll to Top